Í vikunni fengum við í 1. bekk góða heimsókn frá fulltrúum Kívanisklúbbsins Þyrils. Þeir komu færandi hendi og afhentu öllum nemendum reiðhjólahjálm, buff og endurskynsmerki að gjöf. Með þeim í för var Hildur Karen en hún fór yfir hvernig á að stilla...
Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið unnin í 9. bekk í vetur er krufning á svínslíffærum í tengslum við vinnu nemenda með mannslíkamann. Nemendur skoðuðu tungu, barka, vélinda, lungu, hjarta, nýru og lifur og unnu verkefni samhlið...
Unglingarnir í 8.BS hafa í síðustu námslotu og þessari sem nú var að hefjast farið á hverjum degi í Míluna. Mílan er 1,5 km langur göngutúr sem er í stundaskrá nemenda og þannig fastur liður af skóladeginum. Tilgangurinn og markmiðið með Mílunni er a...
Krakkarnir í 7. bekk hafa undanfarnar vikur búið til líkön í stærðfræði úr þykkum pappír, límbandi og/eða lími. Þau teiknuðu upp út flatt form af líkaninu sínu og settu það saman og reiknuðu yfirborðsflatarmál og rúmmál þess. Einnig þurftu þau að seg...
Hinir árlegu Fjölgreindaleikar fóru fram í gær. Þá vinna allir nemendur skólans saman í aldursblönduðum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem reyna á mismunandi tegundir greinda.Settar höfðu verið upp fjölmargar verkefnastöðvar um allan skóla og vann h...
Í gærkvöldi var haldin í Tónbergi lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Þar var boðið upp á upplestur 12 nemenda úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla. Að auki flutti Valdís Marselía Þórðardóttir ávarp, flutt var tónlistaratr...
Í janúar ár hvert er svokölluð Bókamessa í Brekkubæjarskóla. 6. bekkur tók nýjan vinkil á bókakynningarnar þetta árið og útbjó það sem við köllum bók í skókassa. Hver og einn nemandi valdi sér bók til að lesa en það mátti vera skáldsaga, ævisag...
Á bókasafninu okkar er búið að hengja upp aragrúa af Origami trönum. Trönurnar voru flestar gerðar í listgreinatímum af nemendum 7. bekkjar og einhverjar af nemendum úr 8. og 9. bekk. Þetta listaverk er hluti af verkefninu ,,Að brjóta 1000 trönur" se...