Brekkubæjarskóli verður settur mánudaginn 25. ágúst klukkan 10:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Að skólasetningarathöfn lokinni fara nemendur í stofur með árgangateymunum, fá afhentar stundatöflur og farið verður yfir það helsta sem þarf að vita í upphafi skólaárs. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á skólasetninguna.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll og erum afar spennt fyrir komandi skólaári!