Snillistund

Snillistund

Snillistund er kennslustund þar sem nemendur ráða alfarið för. Þeir velja hvað þeir vilja læra og skipuleggja sig hvernig þeir ætla að fara að því að læra það. Markmið snillistunda er að efla sjálfstæði nemenda í námi sínu og þjálfa þau í lykilhæfni aðalnámskrár.

Dæmi um verkefni í snillistund eru: Semja skáldsögu, læra morskóða, læra tungumál, semja lag, gera uppskriftarbók, búa til spil, prjóna, forrita, læra táknmál, gera origami, hanna föt, semja dans, taka í sundur tölvu, læra skrautskrift og svo framvegis.