Heilsugæsla í Brekkubæjarskóla er á vegum HVE Akranesi og fylgir hún tilmælum landlæknis um áhersluþætti í skólaheilsugæslu og er til ráðgjafar í skólanum um ýmsa þætti er lúta að heilsufari og vellíðan nemenda. Skólahjúkrunarfræðingur Brekkubæjarskóla er Ólöf Lilja Lárusdóttir, oloflilja@brak.is.
Viðverutími skólahjúkrunarfræðings veturinn 2023 - 2024 er þriðjudaga til fimmtudaga kl. 9:15 - 14:15.
Á heimasíðu Landlæknis, landlaeknir.is, og á heilsuvera.is má finna nánari upplýsingar um heilsuvernd grunnskólabarna, bólusetningar (ónæmisaðgerðir), skimanir(skólaskoðun) og ráðleggingar til foreldra um heilbrigðistengd málefni.
Mjög mikilvægt er að láta skólahjúkrunarfræðing vita ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, bráðaofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.