Bókaklúbbar

Í Draumaskólavinnunni vorið 2023 fengu þrjú börn þá hugmynd að stofna bókaklúbba. Þar myndu áhugasamir nemendur skrá sig í klúbba og lesa sömu bókina undir stjórn skólasafnskennara. Hugmyndin var kynnt fyrir stjórnendum og skólasafnskennaranum. Skólasafnskennarinn kynnti hugmyndina á fundi með miðstigskennurum og fékk hugmyndin alls staðar góðan hljómgrunn. Börnin fóru svo í alla bekki á miðstigi og kynntu bókaklúbbinn fyrir samnemendum sínum. Ákveðið var að fara af stað með einn klúbb fyrir miðstig sem myndi hittast vikulega og ræða saman um bók sem öll eru að lesa.  Starfið hefur farið vel af stað og klúbburinn er búin að lesa fjölmargar bækur. Meðlimir klúbbsins eru farnir að taka meiri ábyrgð á fundum og fá að bjóða sig fram sem hópstjóra í umræðum. Klúbburinn er í sífelldri þróun.