Skólareglur

Almennar skólareglur:

Minnumst þess að skólinn er vinnustaður þar sem öllum á að líða vel.

1.     Verum stundvís – nýtum tímann vel

2.     Komum alltaf með það sem við þurfum að nota við námið

3.     Verum kurteis og tillitssöm – ekki særa aðra

4.     Göngum vel um skólann og umhverfi hans – alltaf

5.     Komum vel fram við alla – þá líður öllum vel

6.     Göngum hljóðlega um – spillum ekki vinnufriði

7.     Förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra

8.     Borðum hollan mat í skólanum – okkar vegna