Árlega er haldið er Barnaþing á Akranesi, yfirleitt snemma í nóvember og hefur það hefur verið haldið í Þorpinu. Á Barnaþingi koma saman börn og ungmenni úr báðum grunnskólum og Fjölbrautarskólanum á Akranesi til þess að ræða mikilvæg málefni sem varða börn, ungmenni og samfélagið á Akranesi.
Akranes er barnvænt sveitarfélag. Það þýðir að Akranes hefur skuldbundið sig til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins.
Í 12. grein Barnasáttmálans segir að það á að bera virðingu fyrir skoðunum barna og taka tillit til þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um eitthvað sem skiptir börn máli. Barnaþingið er liður í því að verða við þessum kröfum.
Í Brekkubæjarskóla fer fram mikill undirbúningur í aðdraganda hvers Barnaþings. Allir árgangar skólans taka umræðu um þau málefni sem þingið kemur til með að taka fyrir. Hver bekkir sendir svo 12 fulltrúa á þingið og taka þeir umræðuna þar með nemendum hinna skólanna. Umræður á þinginu fara fram með þjóðfundarsniði og eru það fulltrúar ungmennaráðs Akraness og nemendur úr FVA sem stýra þeim.
Í kjölfar Barnaþings skoðar ungmennaráðið niðurstöður og fer með helstu áherslu Barnaþings á bæjarstjórnarfund unga fólksins sem einnig er haldinn árlega. Bæjarstjórn ber svo skylda til að bregðast við erindum og koma upplýsingum til ungmennaráðs og bæjarfélagsins um framvindu mála.