Brekkubæjarskóli leggur ríka áherslu á að nemendur og starfsfólk tileinki sér ábyrga og örugga netnotkun. Það felst meðal annars í þeim atriðum sem snúa að persónuvernd, siðferði og netnotkun með gagnrýnum hætti. Í sívaxandi tækniheimi hefur samskiptamiðlum fjölgað og er víðast hvar ómissandi þáttur bæði í daglegu starfi og námi. Þrátt fyrir margar jákvæðar hliðar og vaxtarmöguleika þá geta skuggahliðarnar fylgt en þær geta haft andlegar, líkamlegar og félagslegar afleiðingar. Með því að kenna börnum að nýta sér snjalltækin og nútímatækni í námi má beina þeim og styðja í heilbrigða átt.
Við viljum benda á heimasíðu SAFT www.saft.is en þar má finna gagnlegar leiðbeiningar um ábyrga og örugga netnotkun. Þar á meðal eru netorðin 5 sem gott er að hafa að leiðarljósi í allri netnotkun:
Netorðin 5
Gættu að hvað þú gerir á netinu það sjá það allir.
Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert
Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar
Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Mundu að þú skilur eftir þig stafræn spor á netinu
Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu