Kynningarblað

Kynningarblað

Kynningarblað, eins og sést hér að neðan, er unnið með það að markmiði að fá nemendur í sjálfsskoðun,  finna t.d. út hverjir eru styrkleikar þeirra, áhugamál og hvað þeir þurfa hjálp með. Hægt er að útfæra þetta á ýmsan hátt eftir því hver áherslan er.

Við höfum notað þetta í vinnu með árgöngum eða hópum til að fá þá til að íhuga t.d hver séu áhugamál þeirra og styrkleikar, lýsa hver þau eru, hvað veitir þeim ánægju, áhugamál, hvað finnst þeim erfitt og hvað þau þurfa  hjálp við. Hvert og eitt í hópnum sem verið er að vinna með fyllir út blað fyrir sig. Þegar því er lokið er hægt að vinna með blaðið í minni hópum til að sjá hvað börnin eiga sameiginlegt, hvað er ólíkt með þeim og hvernig þau geti þeir aðstoðað hvert annað.

Nemendur sjá þá oft að það er hægt að finna eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt með öðrum og það eigi jafnvel fleiri í erfiðleikum með það sama.