Brekkubæjarskóli hefur sett upp fjóra söngleiki frá árinu 2013. Við allar uppsetningar hefur verið notast við aðferð sem kallast „allir á svið“, en það þýðir að öll þau sem hafa áhuga á að komast á svið fá tækifæri til þess, hvort sem um er að ræða leik, söng, dans eða hljóðfæraleik. Einnig geta nemendur tekið að sér verkefni tengd sviðsvinnu, tæknimálum, búninga- og sviðsmyndagerð, hárgreiðslu, förðun, gerð leikskrár og fleira.
Nemendur taka virkan þátt í öllu því sem tengist uppsetningu söngleikjanna og fá tækifæri til þess að uppgötva og efla áhugamál og hæfileika og láta ljós sitt skína.
Það er unglingadeild skólans sem tekur þátt í uppsetningu söngleikjanna og er það stór hluti af námi þeirra. Nemendur sem velja að taka ekki þá þátt í söngleik fara í annars konar dagskrá sem hefur það einnig að markmiði að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum tækifæri að vinna með styrkleika og áhugamál.
Söngleikir sem Brekkubæjarskóli hefur sett upp eru: