Hæfileikasýning

Hæfileikasýning: Hæfileikasýning er tilvalin viðbót í skólastarfið. Þá geta krakkarnir fengið að blómstra í einhverju sem þeim finnst áhugavert eða skemmtilegt. Nemendur skrá sig í skjal hjá kennara og segja hvað þeir vilja sýna. Sum vilja sýna leikrit, dans, segja brandara, eða töfrabröð, einhver vilja spila á hljóðfæri, eða sýna jafnvel myndir sem hafa verið teiknaðar. Sumihafa komið og sýnt hundakúnstir annað hvort á videó eða jafnvel fengið hundinn sinn í heimsókn í skólann. Þessar hæfileikasýningar hafa heppnast mjög vel og krökkunum finnst mjög gaman að taka þátt. Stundum hafa krakkarnir fengið að æfa sig fyrir hæfileikasýninguna í skólanum en aðrir æfa atriðin heima.