Frístundamiðstöðin Þorpið býður upp á skipulagt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Innan Þorpsins eru Arnardalur, félagsmiðstöð fyrir 13-16 ára, Hvíta húsið, ungmennahús fyrir 16 - 25 ára, og og dagstarf fyrir 10-12 ára. Dagstarfið fer fram virka daga eftir að skóla lýkur og til kl. 16. Dagstarf Arnardals felst í ýmiskonar námskeiðum, klúbbastarfi og öðru. Dagskráin er ákveðin í samráði við þátttakendur. Mikil áhersla er lögð á að hvetja unglinga til þess að taka þátt í kvöldstarfi Arnardals og veittur stuðningur til þess ef þarf.
Nemendaráð grunnskólanna, Arnardalsráð, starfsmenn Arnardals og þeir starfsmenn skólanna sem sjá um félagsmál nemenda funda reglulega yfir veturinn.