Brekkubæjarskóli tekur þátt í verkefninu Brúum bilið – samstarf leikskóla og grunnskóla á Akranesi. Starfið hefur verið með formlegum hætti frá árinu 1996 og hefur tekið nokkrum breytingum á þessum tíma eflst og batnað. Starfið er í mjög föstum skorðum í grundvallaratriðum en tekur smávægilegum breytingum milli ára því sjaldnast vinnur sama fólkið að því tvö ár í röð.
Tilgangurinn með verkefninu er:
- Að skapa samfellu í námi barna / nemenda á þessum tveimur skólastigum.
- Að byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara á báðum skólastigum.
- Að stuðla að vellíðan og öryggi barna við að fara úr leikskóla í grunnskóla.
Helstu þættir starfsins eru:
- Skólastjóri býður væntanlegum nemendum í heimsókn í september og sýnir þeim skólann.
- Haustskóli í byrjun október, en í hann koma væntanlegir nemendur skólans.
- Söngsamvera allra leikskóla og grunnskólanna í nóvember og í febrúar.
- Vorskóli verður fyrir væntanlega nemendur í apríl.
- Íþróttadagur og húllum hæ í maí.
- Starfið er endurmetið með fundum í janúar og júní.
Skilafundur er síðan haldinn að vori þar sem fulltrúi leikskóla fer í gegnum og afhendir skólanum þau gögn sem þarf um væntanlega nemendur.