Brúin er formlegur samráðs- og og samstarfsvettvangur starfsmanna og stofnana sem koma að ýmsum málum sem tengjast unglingum í sveitarfélaginu. Í Brúnni sitja verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi lögreglunnar, fulltrúi Brekkubæjarskóla, fulltrúi Grundaskóla, fulltrúi Arnardals og Hvíta hússins ( félagsmiðstöðvar). Auk þess sitja í hópnum fulltrúi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og 2 fulltrúar skólaheilsugæslu.
Hlutverk Brúarinnar er að fylgjast almennt með málum tengdum börnum og unglingum á Akranesi, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir.