Foreldraviðtalsdagur verður í Brekkubæjarskóla miðvikudaginn 1. febrúar. Við það tækifæri hittast kennarar. nemendur og fjölskyldur og fara yfir málin.
Sú hefð hefur skapast í Brekkubæjarskóla að foreldraviðtölin að vori eru nemendastýrð. Það þýðir að nemendur undirbúa sjálf foreldraviðtölin og stýra viðtölunum. Er það gert til að auka nemendalýðræði og valdefla nemendur í námi sínu.
Þann sama dag og foreldraviðtölin fara fram munu nemendur 10. bekkjar opna kaffihús á jarðhæð skólans. Er það liður í fjáröflun þeirra fyrir útskriftarferð.
Það er því kjörið að fjölskyldur gefi sér góðan tíma í heimsókn sína í Brekkubæjarskóla þennan dag og komi við á kaffihúsi um leið og þær fara yfir stöðu mála í námi barna sinna.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.