Þá er sumarfríi lokið hjá starfsmönnum Brekkubæjarskóla og allir mættir til vinnu spenntir fyrir nýju skólaári.
Það er sérstaklega ánægjulegt að hefja þetta skólaár án allra samkomutakmarkana.
Skólasetning Brekkubæjarskóla verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.
Þar verður stutt dagskrá og að henni lokinni fara nemendur með teymunum sínum yfir í skóla.
Nemendur ganga inn um aðalinngang íþróttahússins og fara inn í sal þar sem þeir setjast eins og á morgunstundum. Starfsmenn bekkjanna verða við innganginn og inni í sal til að aðstoða nemendur við að finna svæðið sitt og taka á móti nemendum sem ekki þekkja til.
Við fögnum því sérstaklega að geta boðið foreldrum að mæta aftur á skólasetningu. Foreldrar ganga inn um innganginn sem snýr að Háholti og komast þaðan upp í áhorfendapallana. Það verða starfsmenn þar til að vísa veginn.
Foreldrum 1. bekkinga er að velkomið að setjast með börnunum sínum á gólfið í salnum.
Við hlökkum til að fylla húsið af lífi aftur eftir sumarið og horfum bjartsýnum augum á skólaárið framundan.