Allir lesa á alþjóðadegi læsis; Skólinn fylltist af fólki

Á alþjóðadegi læsis opnuðum við skólann fyrir aðstandendum nemenda með reglulega viðburðinum Allir lesa. Skólinn fylltist af lífi og allir með bók í hönd.
 
Lesefnið var því fjölbreytt sem og staðir og stellingar sem fólk valdi sér við lesturinn líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
 
Þessi stund er frábær áminning um það hversu gott er að geta opnað skólann og boðið foreldrum, systkinum, ömmum, öfum og öðrum aðstandendum að taka þátt í skólastarfinu. 
 
 
Myndir frá Allir lesa má sjá hér: https://photos.app.goo.gl/DuD4YjDCeTS5HN1m8