Miðvikudaginn 10. janúar klukkan 8:40 munu allir nemendur og starfsfólk skólans setjast niður með bók í hönd, hvar sem þeir eru staddir, og lesa í hljóði í 20 mínútur. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að koma í skólann á þessum tíma og lesa með sínum börnum. Markar þessi lestrarstund upphaf hina árlegu Bókamessu en meginviðfangsefni hennar eru bókakynningar þar sem nemendur velja sér bækur og kynna fyrir bekkjarfélögum sínum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.