Við í Brekkubæjarskóla erum stolt af verkefninu okkar "þátttaka er samvinna" En megininntak þess er að auka nemendalýðræði innan skólans og hefur margt áunnist þar og nemendur sífellt að hafa meira um námið og skólann að segja.
Nú í maí fengum við í heimsókn til okkar Próf. Andreas Hinz, sérfræðing í inngildandi og lýðræðislegu skólastarfi, frá Háskólanum í Halle-Wittenberg í Þýskaland.
Andreass hélt m.a. erindi um „ Democracy and Inclusion – two sides of the same coin“.
Andreax ræddi einnig við nemendur 8. bekkjar um nemendalýðræði
Hann spurði nemendur t.d:
- Hvernig getið þið haft áhrif á það sem gerist í skólanum?
- Eruð þið með dæmi um eitthvað sem hefir breyst út af ykkar hugmyndum – út af einhverju sem þið hafið bent á?
- Hvað ættu nemendur geta haft áhrif á og hvernig (varðandi sjálfan sig, varðandi bekkinn, varðandi skólann)
Að lokum kvaddi Andreaz með þeim orðum að Brekkubæjarskóli hefði náð frábærum árangri og hefði allt til staðar til að verða lýðræðislegur grunnskóli. Eigum við eingöngu eftir að formgera ákveðna hluti betur. Við erum afar stolt af þeirri vinnu sem hefur farið í að auka nemendalýðræði og höldum ótrauð áfram næsta vetur.
Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.