Þriðjudaginn 18. janúar klukkan 17:00 verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn. Þar munu fulltrúar grunnskólanna, FVA, Arnardals og Þorpsins kynna og ræða þau málefni sem brenna á ungu fólki á Akranesi. Ungmennin hafa þegar haldið málþing til undirbúnings og eru niðurstöður þess efnisatriði bæjarstjórnarfundarins. Fundurinn verður á Teams og er hlekkur á hann hér að neðan.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.