Benni Kalli heimsótti tíunda bekk

Í dag fengu nemendur tíunda bekkjar góða heimsókn. Benni Kalli, umferðarforvarnarfulltrúi heimsótti skólann. Benni Kalli, sem er gamall nemandi Brekkubæjarskóla sagði nemendum frá alvarlegu umferðarslysi sem hann lenti í á Akranesi  fyrir um þrjátíu árum, af sinni alkunnu snilld. 

Eins og Benna Kalla er von og vísa sagði hann frá af miklum móð og nemendur hlustuðu af mikilli athygli, spurðu spurninga og kynntust þeim hættum sem geta leynst á kraftmiklum farartækjum í umferðina. 

Við þökkum Benna Kalla fyrir frábæran fyrirlestur og óskum honum áframhaldandi velgengni. 

 

Benni Kalli segir nemendum frá

Benni Kalli segir nemendum frá slysinu á Faxabraut 1992.