Í 2. bekk eru vinnusamir og duglegir krakkar. Þeim finnst skemmtilegast þegar það er nóg að gera og fullt af verkefnum sem þarf að klára.
Þessa dagana er Bókamessa í Brekkubæjarskóla sem byrjaði á lestrarstundinni Öll lesa. Á bókamessunni eru öll í 2. bekk búin að velja bók heima og undirbúa kynningu til að kynna bókina fyrir bekknum. Mjög fjölbreyttar og flottar kynningar á uppáhaldsbókunum þeirra. Bækurnar sem eru kynntar fá svo að vera í stofunni okkar í nokkrar vikur svo öll fái tækifæri til að skoða þær og lesa. Vonandi hvetja þessar bókakynningar okkur til skoða og lesa fleiri og fjölbreyttari bækur.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.