Brúin, samstarfshópur um forvarnir á Akranesi í samstarfi við minningarsjóð Einars Darra, býður upp á fræðslu fyrir foreldra barna og ungmenna í Tónbergi mánudaginn 26. nóvember klukkan 18:00. Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir fer yfir misnoktun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja, lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slíkra lyfja. Farið verður yfir þau úrræði sem í boði eru.
Frítt inn og hvetjum við alla foreldra til að mæta!
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.