Krakkarnir í 5. bekk tóku á dögunum þátt í hinni árlegu söfnun ABC barnahjálpar; Börn hjálpa börnum. Gengið var í hús og safnað fé í sérstaka söfnunarbauka og varð afraksturinn kr. 135.055 þegar upp var staðið. Söfnunarféð verður notað til að byggja upp skóla ABC í Afríku og Asíu. Mun söfnunarfé krakkanna í 5.bekk koma þar að góðum notum. Lesa má nánar um starfsemi ABC barnahjálpar á vefsíðunni www.abc.is.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.