Við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu þessa dagana er eðlilega ekki hægt að halda uppi hefðbundnu skólastarfi. Það er nú með gjörbreyttu sniði og takmarkað. Á meðan á neyðarstigi stendur er verkefni okkar allra að halda börnum og ungmennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Starfsfólk Brekkubæjarskóla mun gera sitt besta til þess að skóla- og heimanám nemenda verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa. Árgangateymi skólans hafa gert áætlanir og uppfæra þær eftir þörfum, og úrlausnirnar eru ólíkar eftir aldri nemenda og þroska. Skólastarfið einkennist nú af blöndu skólasóknar og heimanáms og með góðu samstarfi er hægt að halda samfellu í námi nemenda. Nánari upplýsingar um skipulagið næstu vikur má finna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.