Það er alltaf gaman að taka á móti gestum í Brekkubæjarskóla. Fyrrum nemendur sem koma með fræðslu í skólann eru þó sérstaklega skemmtilegir gestir. Það gerðist í dag þegar Alexender Aron Guðjónsson heimsóttir unglingastig og fræddi um hinseginleikann.
Alexander Aron Guðjónsson er fyrrum nemandi Brekkubæjarskóla og stjórnarmaður í Hinsegin Vesturland. Hann tók á móti nemendum unglingastigs á sal og ræddi um hinseginleikann, ferðalag sitt, minningar sínar af því að vera unglingur í Brekkubæjarskóla. Fyrirlestur Alexanders var á léttum nótum og mjög áhugaverður en hann opnaði fyrir spurningar og stóð fyrir svörum.
Fyrirlestur Alexanders Arons er hluti af Viku 6, kynfræðsluviku. Í gær, fimmtudag fóru nemendur á milli fræðsluerinda þar sem kynheilbrigði og kynferðisleg hegðun voru í brennidepli út frá sjö mismunandi sjónarhornum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.