Í síðustu viku fór hið árlega barnaþing fram í Þorpinu. Þar komu saman fulltrúar úr 5. - 10. bekkjum grunnskólanna á Akranesi og ræddu mál sem varða börn og ungmenni bæjarins. Umræðum var stýrt af fulltrúum úr ungmennaráði og munu þeir svo nota niðurstöður frá barnaþingi til að leggja fram mál á bæjarstjórnarfundi unga fólksins eftir áramót.
Það sköpuðust líflegar umræður á barnaþinginu og hafa krakkarnir á Skaganum margt til málanna að leggja varðandi hvernig hægt er að gera góðan bæ enn betri fyrir börn og unglinga.