Bókaormar Brekkó - úrslit

Í morgun var úrslitaviðureignin í hinni árlegu bókmenntaspurningakeppni Bókaormar Brekkó. Í undankeppninni voru 8 lið úr 4. - 7. bekk í keppninni, 2 lið úr hverjum árgangi, og sigurliðið úr hverri viðureign hélt áfram keppni. Það fór svo að bæði liðin úr 6.bekk stóðu eftir þegar kom að úrslitum og öttu þau kappi á sal skólans í morgun.
Eftir jafna og harða keppni þar sem keppendur svöruðu spurningum og leystu þrautir sem tengdust þeim bókum sem lágu til grundvallar fóru leikar þannig að svarta liðið úr 6.BS hafði betur gegn fjólubláa liðinu. Sigurlaunin eru farandbikar og að auki fá bæði liðin sem komust í úrslit ísveislu.
Allir keppendur stóðu sig frábærlega og einnig bekkjarfélagar þeirra í salnum sem máttu aðstoða í vissum hlutum keppninnar.
Myndir má sjá með því að smella hér.