Til foreldra og forráðamanna í Brekkubæjarskóla.
Eins og þið vitið eflaust þá kom upp Covid 19 smit hjá nemenda í einum árgangi hjá okkur í síðustu viku og eru nemendur þar og starfsmannateymið komið í sóttkví. Það sama gildir um nemendur í 1. og 2. bekk sem voru í frístund fimmtudaginn 14. október og þá starfsmenn frístundar sem voru í vinnu þann dag.
Núna hefur starfsmaður skólans sem var í kennslu í 1. BS og 2. BS föstudaginn 15. október greinst smitaður af Covid veirunni. Þess vegna þurfa nemendur í þessum bekkjum sem voru ekki í skólanum fimmtudaginn 14. október en mættu föstudaginn 15. október að fara í sóttkví fram á næsta föstudag, 22. október, en sýnataka er áætluð þá.
Við vonum að þetta breiðist ekki meira út og við biðjum ykkur um að fara með börnin ykkar í sýnatöku ef þau eru með minnstu einkenni.
Við sendum þeim smituðu og ykkur öllum hlýja strauma.
Búið er að láta alla sem sóttkvíin nær til vita.
Bestu kveðjur,
Arnbjörg, Elsa Lára og Vilborg
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.