Þær ánægjulegu fréttir bárust nýlega að Brekkubæjarskóli hafi staðist skilyrði um að vera e-Twinning skóli næstu tvö árin.
Titillinn „eTwinning skóli“ er viðurkenning á öflugu og góðu evrópsku samstarfi í gegnum þátttöku í eTwinning verkefnum. Viðurkenningin er þó ekki síður liður í skólaþróun því eTwinning skólar eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi og hafa tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda og auka alþjóðatengsl skólans enda verða þeir sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning, sem fer ört vaxandi en telur nú yfir 200 þúsund skóla og tæplega 800 þúsund kennara.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.