Við finnum að það er komin þreyta í alla og eftir hádegis skóladagurinn reynist nemendum erfiður.
Við ætlum því að breyta frá og með mánudeginum 7. desember og teljum okkur geta gert þessar breytingar út frá sóttvarnarsjónarmiði. Ef það verður létt á einhverju varðandi grunnskólana 9. desember verða mögulega gerðar breytingar hjá okkur.
Það verða ekki kenndar íþróttir, sund eða list og verkgreinar vegna sóttvarna.
Nemendur á öllum stigum mega blandast á göngum, í anddyrum og á skólalóð en nemendur á unglingastigi þurfa að vera með grímur.
Breytingin felst í því að við ætlum að láta alla mæta að morgni í skólann og er þetta því einungis breyting fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Þeir nemendur verða einungis til hádegis til að hægt sé að þrífa allan skólann og sótthreinsa fyrir næsta dag.
Skipulagið lítur þá svona út:
1.-4. bekkur:
5. bekkur:
6. og 7. bekkur:
8.-10. bekkur:
Við viljuml líka benda ykkur á þennan fund sem er öllum opinn.
Upplýsingafundur sveitarfélaga og Rannsókna og greiningar um líðan ungmenna og aðgerðir á tímum COVID-19 miðvikudaginn 9. desember kl 14:00 til 15:00.
https://rannsoknir.is/foreldrahlutverkid/
Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir skilninginn og samstöðuna á þessum undarlegu tímum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.