Á hverjum vetri fær 5. bekkur það verkefni að semja dans ársins í Brekkubæjarskóla, Brekkódansinn. Nemendur skipta sér í hópa í danstímum hjá Jóhönnu Árnadóttur og semja dansa sem síðan eru sýndir sérvalinni dómnefnd innan skólans. Að lokum er einn dans valinn til að bera titilinn ,,Brekkódansinn" og nemendur jafnt sem starfsmenn læra þann dans. Dansinn hefur síðan verið stiginn á morgunstund, en í ár þurfum við væntanlega að finna annan vettvang til að taka sporið saman.
Í ár var það þessi glæsilegi hópur sem samdi sigurdansinn og fengu þau að launum viðurkenningarskjal, og að sjálfsögðu heiðurinn af því að eiga Brekkódansinn 2021. Til hamingju krakkar - vel gert!
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.