Hátónsbarkakeppni Arnardals og grunnskólanna á Akranesi var haldin með pompi og prakt í troðfullu Tónbergi fimmtudagskvöldið 10. mars. Þar var mikið um dýrðir og margir stórir sigrar og töfrar áttu sér stað á sviðinu þetta kvöld.
Við erum afar stolt af öllum okkar frábæru nemendum sem tóku þátt með söng og hljóðfæraleik gærkvöldi. Vel gert krakkar!
Það var hún Viktoría Hrund Þórisdóttir nemandi í 10. bekk sem sigraði keppnina og hlaut titilinn Hátónsbarkinn 2022 með laginu Stay sem Rihanna gaf út. Annað sætið tók Sylvía Þórðardóttir nemandi í 10. bekk í Grundaskóla og söng hún lagið Aint no mountain high enough.
Þær stöllur verða því fulltrúar Arnardals í Vesturlandskeppni Samfés. Þess má geta að Adda Steina Sigþórsdóttir nemandi í 10. bekk mun spila á píanó með Viktoríu en hún forfallaðist því miður í gærkvöldi.
Dómnefndina skipuðu Guðni Hannesson, Marta Lind Jörgensdóttir og Ægir Freyr Birgisson.