Fjölgreindaleikarnir

Hinir árlegu Fjölgreindaleikar fóru fram í gær. Þá vinna allir nemendur skólans saman í aldursblönduðum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem reyna á mismunandi tegundir greinda.Settar höfðu verið upp fjölmargar verkefnastöðvar um allan skóla og vann hver hópur í 10 mínútur á hverri stöð. Eldri nemendur sáu um að leiða hópana milli stöðva og sáu um að halda hópunum saman. Í morgunfrímínútunum fóru allir út á sama tíma og tóku þátt í ýmsum leikjum sem íþróttakennararnir höfðu undirbúið á skólalóðinni.
Dagurinn gekk í alla staði mjög vel og unnu nemendur frábærlega saman. Dæmi um verkefni voru t.d. mósaíklistaverk, Alias, brúarsmíði, slökun, stafarugl, pappírskeðjuáskorun, krakkaleikar, horft á náttúrulífsmyndir frá David Attenborough og leikurinn ,,The Floor is Lava".
Myndir má sjá með því að smella hér.