Mikið fjölmenni sótti sýningu nemenda unglingastigs á verkum sínum. Verkefnin eru afrakstur smiðju sem hefur verið í gangi síðustu vikurnar.
Í smiðju er unnið þvert á árganga og námsgreinar og vinna nemendur að verkefnum á þann hátt sem þeim líkar best. Í nýlokinni smiðju var þemað Ævintýri og þjóðsögur.
Á sýningunni mátti finna ýmis konar verkefni og má þar nefna frumsamda tónlist, myndbönd, spil, ljóðabækur, föt sem saumuð voru frá grunni og ýmislegt annað eins og sjá má á myndum sem finna má hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.