Foreldrar athugið - vegna rauðrar viðvörunar fimmtudaginn 6.febrúar

Ágætu foreldrar
Á morgun, fimmtudag 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun og spáð aftaka veðri á Akranesi.
Tilmæli frá Ríkislögreglustjóra í samráði við lögregluna á Vesturlandi og Almannavarnir, vegna yfirlýsingu um hættustig Almannavarna vegna veðurofsa, eru að fólk sé ekki á ferli utandyra meðan veður gengur yfir.
Við höfum því í samstarfi við bæjaryfirvöld Akraneskaupstaðar ákveðið að fella niður allt skólahald á morgun.
ATHUGIÐ ef veðrið gengur niður fyrr en ætlað er, og óhætt verður að vera á ferðinni, sendum við út tilkynningu um opnun skóla í fyrramálið.
Við biðjum þá foreldra sem vegna vinnu sinnar geta ALLS EKKI verið heima með börnin sín eða gert aðrar ráðstafanir að láta Arnbjörgu vita fyrir kl. 21:00 í kvöld, arnbjorg@brak.is, og við skipuleggjum skólastarf með þeim börnum.
Frístundin:
Ef veðrið verður gengið niður um hádegi opnum við frístundina og sendum þá út tilkynningu.