Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur fyrir nemendaráð Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í Þorpinu. Þar fengu nemendafulltrúarnir fræðslu um hvað fælist í því að sitja í nemendaráði og hvaða hlutverki það gegnir við að koma á framfæri skoðunum grunnskólanemenda. Einnig fór fram undirbúningur fyrir Barnaþing sem verður haldið í byrjun október.
Nemendafulltrúarnir skiluðu frábærri vinnu og greinilegt að unglingarnir hafa margar hugmyndir um hvernig þeir vilja sjá skóla- og frístundastarf á Akranesi þróast. Að sjálfsögðu var líka brugðið á leik til að hrista hópinn saman.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.