Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í 4.BS í tónmenntatímunum síðustu vikur. Má þar nefna trompet og melodiku kynningu. Allir nemendur fengu að prófa þau hljóðfæri og gekk misvel að ná tóni úr trompetnum en mikið var hlegið. Við fórum heim til Gunnhildar einn daginn. Þar fengum við að prófa hljóðfærin hennar, spila á spil og kynntumst naggrísunum hennar. Í þar síðustu viku fórum við í karokí, spiluðum á rafmagnstrommusett og bjuggum til tónlist í ipödum.
Á miðvikudaginn var fórum við svo inn í nýju stórglæsilegu tónmennastofunni og það var alveg meiriháttar. Nokkrir skelltu sér inn í hljómsveitarherbergið, aðrir bjuggu til lag í lítilli stofu, margir gerðu sín eigin lög í ipödum í forriti sem heitir Garageband, sumir lærðu fyrstu skrefin á ukulele og píanó og margt fleira. Við létum það ekkert stoppa okkur að það var varla búið að setja einn hlut á réttan stað.
Við hlökkum til næstu tónmenntatíma og erum í skýjunum með nýju stofuna.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.