Fréttir úr 5.bekk

Fylgst með framkvæmdum.
Fylgst með framkvæmdum.
Nýlega luku nemendur við verkefni bókamessunnar sem hófst í byrjun janúar. Nemendur völdu sér bók og útbjuggu sína eigin útgáfu af henni með ákveðnum bókahugtökum eins og persónur, söguþráður, innri og ytri tími, umhverfi og fleira. Nemendur lögðu mikinn metnað í sínar eigin bækur og kom það vel í ljós þegar nemendur enduðu verkefnið á að sýna og kynna sínar bækur fyrir hópnum. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað nemendur náðu miklum framförum í sjálfstæðum vinnubrögðum og að koma fram fyrir framan aðra.
Framkvæmdir sem standa yfir í skólanum hafa haft mikil áhrif á okkur í 5. bekk upp á síðkastið. Nemendur hafa sýnt framkvæmdunum mikinn áhuga og hafa haft mjög gaman að því að fylgjast með eins og sjá má á myndinni sem fylgir. Eins og þetta er áhugavert hefur þetta líka haft mikil áhrif á skólastarfið í heild sinni og höfum við því brotið daginn upp oftar en áður.