Haustfundir

Dagana 9. og 10.september verða haldnir haustfundir fyrir foreldra nemenda í 2. - 7. bekk samkvæmt eftirfarandi plani:

  • Yngsta stig (2. – 4. bekkur) mánudaginn 9. sept frá kl. 17:00 - 18:30. Byrjum með sameiginlega dagskrá niðri í sal þar sem Heiðrún Janusardóttir verður með erindi fyrir hópinn. Síðan fara starfsmenn bekkjarteyma upp í stofur og halda hinn hefðbundna haustfund.
  • Miðstig (5. – 7. bekkur) þriðjudaginn 10. sept frá kl. 17:00 – 19:00. Byrjum með sameiginlega dagskrá niðri í sal þar sem Heiðrún Janusardóttir verður með erindi fyrir hópinn.  Í framhaldi af því tekur Jón Arnar samfélagslögreglumaður við og að erindi hans loknu fara starfsmenn bekkjarteyma upp í stofur og halda hinn hefðbundna haustfund.
  • Haustfundur unglingastigs (8.-10.bekkur) verður mánudaginn 23.september kl. 17:00 - 19:00.  Byrjum með sameiginlega dagskrá niðri í sal þar sem Heiðrún Janusardóttir verður með erindi fyrir hópinn.  Í framhaldi af því tekur Jón Arnar samfélagslögreglumaður við og að erindi hans loknu fara starfsmenn bekkjarteyma upp í stofur og halda hinn hefðbundna haustfund.