Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Þemað í ár er Sjóræningjar karabíska hafsins.
Tveir hópar upprennandi hönnuða frá Brekkubæjarskóla tóku þátt í undankeppninni sem fór fram í Arnardal í gær og sýndu afrakstur vinnu undanfarinna vikna.
Þær Eva Júlíana, Iðunn, Íris og Kiddý, allar í 10.bekk, komust áfram í lokakeppni Stíls 2025 sem fer fram þann 1.mars. Hönnun þeirra er unnin útfrá sírenum sem eru sjávarvættir í grískri goðafræði. Sírenur voru alræmdar fyrir að reyna laða menn til sín með undirfögrum söng og bana þeim síðan.
Til hamingju stelpur!
Nokkrar myndir frá undankeppni Stíls má sjá hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.