Það var mikið líf og fjör í Brekkó á hrekkjavökunni í dag. Meðal annars kom tónlistarfólk á vegum verkefnisins List fyrir alla í heimsókn í en þau buðu nemendum í 1. - 4. bekk upp á stutta tónleika sem kallast Jazzhrekkur. Þar kom saman djasstónlist, draugar, nornir og dulúð og voru krakkarnir heldur betur með á nótunum enda flest öll í búningum í tilefni hrekkjavöku. Myndir frá þessum skemmtilegu tónleikum má sjá með því að smella hér.
Ekki var stemningin síðri hjá eldri nemendum og starfsfólki og var mikill metnaður lagður í búninga, hár og förðun eins og sjá má með því að smella hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.