Lestrarstundin ,,Öll lesa"

Lestrarstundin ,,Öll lesa" var síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni var lestrarstundin með breyttu sniði. Að venju tóku allir nemendur og starfsfólk þátt í þær 20 mínútur sem lestarstundin stóð yfir, en nemendur völdu hvort þeir myndu lesa sjálfir eða hlusta á upplestur úr völdum bókum sem boðið var upp á fyrir hvert aldursstig. Þetta fyrirkomulag lukkaðist mjög vel og voru nemendur ánægðir með að hafa val um að hlusta eða lesa.