Nú í vikunni fengum við afhent nýju stoðþjónusturýmin og tónmenntastofuna. Það er því búinn að vera handagangur í öskjunni í dag og í gær við að flytja yfir í nýju rýmin og setja upp það sem þarf til að geta hafið starfsemi þar. Hér eru nokkrar myndir af splunknýrri og glæsilegri aðstöðu. Til glöggvunar er þetta svæðið sem áður hýsti listgreinastofurnar, tónmenntastofan er þar sem smíðastofan var og stoðþjónusturýmin þar sem myndmennta- og textílstofurnar voru.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.