Ný stoðþjónusturými og tónmenntastofa tekin í notkun

Nú í vikunni fengum við afhent nýju stoðþjónusturýmin og tónmenntastofuna. Það er því búinn að vera handagangur í öskjunni í dag og í gær við að flytja yfir í nýju rýmin og setja upp það sem þarf til að geta hafið starfsemi þar. Hér eru nokkrar myndir af splunknýrri og glæsilegri aðstöðu. Til glöggvunar er þetta svæðið sem áður hýsti listgreinastofurnar, tónmenntastofan er þar sem smíðastofan var og stoðþjónusturýmin þar sem myndmennta- og textílstofurnar voru.

Nokkrar myndir úr nýju rýmunum má sjá hér.