Staða aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla var auglýst til umsóknar í lok mars og sóttu 9 manns um stöðuna, en einn dró umsóknina til baka.
Ákveðið var að ráða Elsu Láru Arnardóttur í stöðuna, en hún er nú starfandi umsjónarkennari við skólann. Elsa Lára er með B.ed gráðu í grunnskólakennarafræðum og er að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst. Elsa Lára hefur mikla reynslu af kennarastörfum og er einnig með margþætta aðra reynslu af stjórnun og skipulagningu.
Við óskum Elsu Láru til hamingju með ráðninguna og þökkum um leið Magnúsi V. Benediktssyni, fráfarandi aðstoðarskólastjóra, kærlega fyrir frábært samstarf á liðnum áratugum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.