Dagana 26. - 28. febrúar var haldin ráðstefna um inngildandi menntun í Graz í Austurríki. Þetta er árleg ráðstefna þar sem fræði- og fagfólk sem fæst við inngildandi menntun í þýskumælandi umhverfi (Austurríki, Sviss og Þýskalandi) kemur saman.
Brekkubæjarskóli átti fulltrúa á ráðstefnunni en hún Ruth Jörgensdóttir Rauterberg var þar og kynnti starf Brekkubæjarskóla með áherslu á þverfagleg bekkjarteymi og nemendalýðræði. Ráðstefnugestir voru mjög áhugasamir um erindi hennar og þó nokkrir að forvitnast um hvort hægt væri að koma í heimsókn í Brekkubæjarskóla til að læra af því sem við erum að gera hér. Því þó að skólakerfin eru kannski ólík þá eru verkefnin sem starfsfólk skólanna er að fást við nokkuð lík og við eigum það sameiginlegt að vilja skapa góða skóla þar sem öll börn fá að blómstra.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.