Informacje dotyczace zmian w szkole
Kæru foreldrar
Þá eru línur að skýrast hjá okkur varðandi næstu vikur. Tímabilið sem um ræðir í hertum aðgerðum er frá morgundeginum, 3. nóvember til og með 17. nóvember. Hjá okkur er viðtalsdagur á morgun og því tekur neðangreint skipulag gildi frá og með miðvikudegi. Hefðbundið skólastarf hefst vonandi aftur 18. nóvember. Samkvæmt reglugerðinni sem var gefin út í gærkvöldi gætum við verið með óbreytt skólastarf að mestu og grímuskylda í 5. – 10. bekk ef við gætum tryggt sóttvarnir. Þó er bannað að kenna íþróttir og sund.
Við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk og sóttvarnir með því að vera með alla nemendur í hefðbundnum skóladegi þrátt fyrir grímunotkun en þykir mikilvægt að yngstu nemendurnir (sem ekki geta verið einir heima) séu í skóla allan sinn skóladag. Við leggjum því upp með þetta skipulag:
1.-4. bekkur í skóla frá 8:10-13:20:
5.-10. bekkur í tveimur hollum, fyrir og eftir hádegi:
Eins og þið sjáið á skipulaginu sem fylgir hér að neðan skiptast bekkirnir (5.-10.) á að vera fyrir og eftir hádegi, það þurfa því allir að vakna snemma annan hvern dag til að halda rútínunni.
Þessir þrír og hálfi tími í skólanum verða mjög þéttir og með litlum hléum til að ná sem mestri vinnu á skólatíma.
Allir ganga inn um sína innganga og eru í sínum skólastofum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.