Á hverju ári heldur FVA stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi. Þá er nemendum af unglingastigi í öllum skólum Vesturlands boðið að spreyta sig. Brekkubæjarskóli tók að sjálfsögðu þátt og tóku um 60 nemendur í 8. 9. og 10. bekk þátt.
Nú um helgina fór fram verðlaunafhending þar sem þeim nemendum sem lentu í efstu 10 sætunum var boðið til kaffiveitinga og verðlaunaafhendingar. Í 8. bekk áttum við tvo nemendur, í 9. bekk þrjá nemendur og í 10. bekk fjóra nemendur.
Tveir nemendur komust á pall og hlutu að launum peningaverðlaun í boði Norðuráls.
Í 9. bekk var Kinga Bohdan í 2. sæti og í 10. bekk var Anna Valgerður Árnadóttir í 3. sæti.
Við óskum öllum þeim tóku þátt til hamingju með sinn árangur.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.