Stundum þarf að kryfja málin vel til að læra og komast að niðurstöðu. Það vita nemendur níunda bekkjar en nýlega krufðu þau líffæri úr svínum. Ástæða þess er sú að líffæri svína eru afar lík líffærum manna og henta því vel til að skoða og læra.
Nemendur níunda bekkjar hafa verið að læra um meltingarkerfið og blóðrásarkerfið. Lokaverkefni þeirrar námslotu var að kryfja líffæri úr svíni.
"Við fengum tungu, vélinda, barka, lungu, hjarta, lifur og nýru og skoðuðum það allt mjög vel. Prófuðum að blása í lungun með því að skera gat á barkann rétt fyrir ofan þar sem hann skiptist og setja rör þar ofan og svo var blásið." segir Helga Kristín Björgólfsdóttir kennari um tilraunina.
"Það er svo skemmtilegt að geta gert tilraunir í náttúrufræði og dýpkað þannig þekkingu nemenda á viðfangsefninu." bætir hún við.
Myndir frá krufningunni í nínda bekk má sjá með því að smella hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.