Fyrir stuttu voru tveir skemmtilegir viðburðir hjá nemendum grunnskólanna á Akranesi. Annars vegar tónleikar nemenda í sameiginlegu tónlistarvali unglingadeilda Brekkubæjar- og Grundaskóla þar sem þeir heiðursmenn Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir Pálsson voru sérstakir gestir.
Hins vegar var það lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna sem fór fram í Tónbergi þann 11. mars. Þar stigu á stokk nemendur úr 7. bekkjum grunnskólanna og lásu upp texta í bundnu og óbundnu máli fyrir þéttsetnum sal áhorfenda og þriggja manna dómnefnd . Í lok hátíðar voru valdi bestu lesararnir, einn úr hvorum skóla. Það var Anna Valgerður Árnadóttir sem var valin upplesari Brekkubæjarskóla 2020 og Fura Claxton var valin upplesari Grundaskóla 2020.
Myndir frá tónleikum unglinga úr tónlistarvali.
Myndir frá skólakeppni upplestarkeppninnar og lokahátíðinni í Tónbergi.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.