Trommað gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er dagur gegn einelti. Frá árinu 2011 hefur þessi dagur verið helgaður vitundarvakningu og hvatningu til samfélagsins að vinna gegn einelti.
Í tilefni dagsins hittust allir nemendur Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Stillholtinu og trommuðu saman á dósir, pottlok, skeiðar og fleira í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar án eineltis. Trommusveit frá tónlistarskólanum stýrði trommuslættinum með miklum myndarbrag.